Martölvan veitir viðskiptavinum sínum aðgang að Internetinu með tengingum yfir Wimax, leigulínu eð örbylgju að interneti. Notendur eru allir þeir aðilar sem nýta internettengingu frá Martölvunni, hvort sem þeir eru beintengdir eða tengdir bak við þriðja aðila. Allir aðilar sem nota internettengingu frá Martölvunni verða að hlíta notendaskilmálum þessum. Notendaskilmálum þessum kann að verða breytt án fyrirvara ef þörf krefur. Martölvan áskilur sér allan rétt til að ákvarða hvort ákvæði notendaskilmála hafi verið brotin.