Viðskiptaskilmálar Martölvunnar

Verð sem birt er á vefverslun Martölvunnar er venjulegt staðgreiðsluverð nema annað sé tekið fram (s.s. sértilboð). Vörur og/eða þjónustu skal staðgreiða nema um annað hafi verið samið sérstaklega. Annar greiðslumáti en skv. meðfylgjandi greiðsluseðlum eða upplýsingum telst ófullnægjandi. Athugasemdir vegna útgefinna reikninga skulu berast gjaldkera Martölvunnar ehf. innan 30 daga frá útgáfudegi. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga.