dvd_i_sindra_rutu

Martölvan í samstarfi við Hátækni styrkti Sindra með DVD spilara og sjónvarpi í nýjustu rútu félagsins. Nú hefur Martölvan einnig sett búnaðinn í og búið er að fara ferð í bíósalnum. Búnaðurinn er JVC DVD spilari með innbyggðum 4 x 25 w magnara og útvarpi, með þessu er svo 19" Palladine LCD sjónvarp.

Þegar fírað er upp í bíó búnaðinum eru 4 hátalara í aftur rými sem gefur flott heimabíó hljóð. Ökumaður er með annað útvarp og geislaspilara frammí og getur hlustað á það þar.

Við hjá Martölvunni óskum Sindra fólki til hamingju með græjurnar og vonum að ferðirnar styttist hjá okkar íþróttafólki, á öllum aldri.