Nú er allt kerfið komið til okkar og er unnið hörðum höndum að uppsetningu, horfur eru á að uppsetnig tefjist lítilllega en klárast þó vonandi fyrir jól.

Martölvan er langt komnir með uppsetningu og er núna beðið eftir að komast í uppsetningu á mastri fyrir sendana okkar, en líklega ætti það að verða komið upp fyrir 20. des. og ætti að vera hægt að tengja fyrstu notendur um 2 dögum seinna. Við vonumst til að sveitungar okkar geti komist í samband á næstu dögum þar á eftir. 

Búnaður inn sem þarf til tengignar á þessu sambandi hjá notendum er af tveim gerðum annars vegar búnaður sem settur er upp af notanda og er stillt út í glugga tegdur við tölvu og er þá sillt iptala osvf skv. leiðbeiningum og sambadið er virkt. Hinsvegar er öflugri búnaður sem samanstendur af útieiningu og spennugjafa innanhúss, en þessi eining er aðallega fyrir stærri samböndin og þá sem lengst eru frá sendinum.

Aukabúnaður sem er í boði er leiðarstjóri með þráðlausu neti er hann nauðsynlegur ef tengja á margar tölvur við sambandið, einnig er þá möguleiki að tengja símalínuna í gegnum þennan leiðarstjóra og geta þá símtöl í númer sem eru með samskona búnað á okkar kerfi farið gjaldfrálst í gegnum netið á þá staði. Verð á þessum leiðarstjóra (Router) er 18.900- kr m. VSK og er hann seldur sér við afhendum hann uppsettann til notenda, einnig munum við ef óksað er halda við númeralista í tækinu við.