Martölvan hefur gert Partner samkomulag við Meru Networks sem eru leiðandi í gerð þrálausra netlausna. Hafa starfsmenn Martölvunnar lokið þjálfun í sölu og uppsetningu Meru Neta, en Meru býður uppá gríðar öflug þráðlaus net sem eru fær um að afkasta miklum fjölda tækja samtímis og eiga ekki við hefðbundin rása vanda mál að stríða.

dvd_i_sindra_rutu

Martölvan í samstarfi við Hátækni styrkti Sindra með DVD spilara og sjónvarpi í nýjustu rútu félagsins. Nú hefur Martölvan einnig sett búnaðinn í og búið er að fara ferð í bíósalnum. Búnaðurinn er JVC DVD spilari með innbyggðum 4 x 25 w magnara og útvarpi, með þessu er svo 19" Palladine LCD sjónvarp.

Þegar fírað er upp í bíó búnaðinum eru 4 hátalara í aftur rými sem gefur flott heimabíó hljóð. Ökumaður er með annað útvarp og geislaspilara frammí og getur hlustað á það þar.

Við hjá Martölvunni óskum Sindra fólki til hamingju með græjurnar og vonum að ferðirnar styttist hjá okkar íþróttafólki, á öllum aldri.