Tölvuþjónusta, tölvuverslun, fjarskiptaþjónusta, raftækjaverslun, símaverslun.

Í verslun Martölvunnar færðu allt sem tengist hljóði og mynd s.s. sjónvörp, tölvur af öllum stærðum og gerðum, síma og myndavélar, snúrur og alls kyns aukahluti.

Einnig færðu trommukjuðana, gítarstrengina og –neglurnar og margt annað sem tengist tónlist hjá okkur.

Í samvinnu við Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu bjóðum við upp á tónfræði- og nótnabækur.

Þjónustudeild Martölvunnar aðstoðar einstaklinga og fyrirtæki með allar tæknilausnir í tölvutækni hljóði og mynd með faglegri aðstoð þegar þörf er á. Þá gildir einu hvort það varðar nethýsingu,  uppsetningu og sölu á hvers kyns búnaði  eða viðgerðir.

Við leggjum metnað okkar í að koma til móts við þarfir viðskiptavina og útvegum flest það sem hugurinn girnist.