Martölvan er þekkingar og þjónustufyrirtæki á sviði tölvu og fjarskiptatækni. Reksturinn samansendur af fjórum megin verksviðum sem eru: verslun þar sem viðskiptavinir hafa aðgang að faglegri ráðgjöf varðandi val á búnaði og þjónustu, þjónustusvið sem sinnir þjónustu við bæði atvinnulíf og einstaklinga, netdeild sem rekur WiMax dreifinet og hýsingarsal og að lokum sala og þjónusta á áfengis mælikerfum.

Markmið fyrirtækisins er að veita einstaklingum og fyrirtækjum góða og faglega þjónustu á hagkvæman hátt. Til að ná þeim markmiðum er stöðugt aukið við og endurnýjuð bæði vöru og tækniþekking.

Vegna þess hve mikið af þekkingu í tæknigeiranum er síbreytileg og dýrt að afla hennar, þá er ekki síður mikilvægt að hafa góðan aðgang að sérfræðingum á hverju sviði svo tryggja megi viðskiptavinum skjóta, faglega og um leið hagkvæma lausn hvers verkefnis.
Martölvan hefur aflað sér mikillar þekkingar á þeim árum sem hún hefur starfað og einnig gert mjög góða samninga varðandi sérfræðiaðgang. Einnig eru í notkun upplýsingakerfi þar sem þekking er skráð á skipulegan og aðgengilegan hátt er starfsmenn geta nálgast hvaðan og hvenær sem er gegnum internet, sem tryggir um leið að fyrirtækið eigi þá þekkingu sem til fellur í dagsins önn sé til reiðu fyrir alla sína starfsmenn.

Höfum við lagt áherslu á að finna lausnir fyrir okkar viðskiptamenn sniðnar að þeirra þörfum með rekstrar öryggi og lágan rekstrar kostnað í öndvegi og hefur það tekist vonum framar.

Þar sem stafssvið er svo fjölbreytt og í margvíslegri tækni, höfum við lagt mikla áherslu á að lágmarka þjónustuþörf með faglegum vinnubrögðum og vali á gæða vörum og efni.

Upplýsingakerfi fyritækisins:
Martölvan notar IBM netþjóna og eru internet þjónustur á Linux en önnur innrikerfi á Windows server, útstöðvar eru blanda af Windows útgáfum og Linux. Bókhald er í Stólpa fyrir Windows í verslun er Snertu afgreiðslukerfi m. Point posakerfi og haldið er utan um samskipi og þekkingu í S3 - Focal Notes lausnum, Microsoft Exchange og SharePoint. Af þessu má sjá að fyrirtækið býr yfir mjög víðtækri þekkingu á rekstri ýmissa mismunandi lausna í eigin rekstri, og þar með vel í stakk búið til að aðstoða og ráðleggja viðskiptavinum.