Print
Hits: 2056

Martölvan býður uppá þráðlausar WiMax nettengingar á Mýrum og hluta Nesja og Suðursveitar, er þessi þjónusta til boða frá miðjan desember 2007 en þá var uppsetningu búnaðar lokið. Hjá notendur er sett upp litið box með loftneti á sogskál sem dugir í flestum til fellum en einnig er í boði búnaður sem settur er upp úti og tekin snúra inn. Allur notenda búnaður á það sammerkt að skila af sér í nettengi (Ethernet) en við það má tengja búnað sem fæst meðal annars hjá okkur til að setja fleiri tölvur með þræði eða þráðlausri innanhúss tengingu.  

Martölvan hefur fest kaup á nýjustu kynslóð þráðlausra dreifineta það er WiMax tækni það er um mun stöðugra en WiFi tæknin sem víðast og hefur stöðugleika á við farsímakerfi og allt að 50 km drægi, og þetta er sú tækni sem Fjarskiptasjóður telur æskilegan búnað en gerir þó ekki kröfu um sökum kostnaðar ef flutningsgetu markmiðum er náð. Mitt markmið með þessari framkvæmd er að reyna að tryggja að sett verði upp almennilegt net, en ekki eldri tækni sem þá stendur einungis lágmarks kröfur en ekkert umfram það. Þessi tækni búður uppá margskonar þjónustu sem boðin verður í áföngum, en til að nefna það sem gæti komið er símaþjónusta, sjónvarp ofl., en það er þó ekki komið á stað strax.

Það virðist vera í gangi ákveðinn misskilningur um útboð Fjarskiptasjóðs, Fjarskiptasjóður er ekki að fara að reka neina þjónustu eða verðleggja, heldur mun hann semja við bjóðendur um að taka að sér dreifinguna en leggur til fé til kaupa á stofnbúnaði, eftir að hann er kominn upp lýkur afskiptum Fjarskiptasjóðs. Útboð fjarskiptasjóðs er enn ekki fætt en mér var tjáð að það hefði átt að fara fram síðasta sumar en það er ekki enn komið og er Martölvan að framkvæma þetta án opinberrar aðstoðar.

 

Á fundum mínum með Fjarskiptasjóði hefur komið fram hver markmið þeirra eru bæði hvað varðar verð og gæði þjónustunnar. Hvað verð varðar þá verður þjónustan verðlögð í samræmi við markmið Fjarskiptasjóðs, en miðað er við að áskrift á almennri tengingu verði 6.900 kr. og af fyrirtækjatengingu sem hefur hærri forgang og meiri flutningsgetu 9.900- kr. Þessi verð eru mjög svipuð eða lægri en gerist annarstaðar á landinu og tryggð allt að 4 Mbit.  Martölvan er tengd á ljósleiðara til Símanns sem gefur kost á þeirri flutningsgetu sem þarf og allir möguleikar á að stækka hana eftir þörfum.

Við vonumst til að þessari bættu internet þjónustu verði vel tekið og hún standi vel undir væntingum.