Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu hefur tekið í notkun Meru þráðlaustnet og er það tengt internetinu gegnum SmoothWall eldvegg og Smooth Gurdian vef og efnissíu.
Í desember / janúar settum við upp Meru net sem skaffar 802.11 bgn net fyrir alla notendur og tæki samtímis á þeim hraða sem viðkomandi tæki ráða við, allt að 300 Mbps. Meru netið samansendur af stjórneiningu og 7 sendum sem eru vítt og dreift um húsið og er mjög gott samband um allt hús og hraðinn eins mikill og tölvan eða hvert það WiFi tæki sem tengt er ræður við. Þetta er fyrsta þráðlausa netið sem við höfum séð afkasta meiru en 100 Mbps víraða netið í húsinu og virðist litu skipta notendafjöldi enda hefur netið mikla umfram afkasta getu til framtíðar nota. SmoothGuardian vefsían lokar á samfélagssíður (t.d. Facebook) á nemenda neti meðan kennslustundir standa, en er opið í hléum ásamt því að halda velsæmi í efni sem um netið fer. Guardian er búinn myndskynjun og flashsíu sem þetkkir einnig efni í flash straumum og sér um velsæmi í þeim.
Martölvan selur og setti upp þessar framúrskarandi nútíma lausnir og óskum við Framhaldskólanum til hamingju með þessa flottu tækni sem hjálpar kennurum og nemendum að einbeita sér betur að sínu starfi.